Acare ehf. er samheitalyfjafyrirtæki sem býður uppá fjölda samheitalyfja fyrir Íslenska heilbrigðismarkaðinn. Helsti samstarfsaðili Acare er sænska samheitalyfjafyrirtækið Medical Valley sem sérhæfir sig í sölu og markaðssetningu samheitalyfja í Skandinaviu. Í samstarfi við Medical Valley munu koma á markað á Íslandi mikill fjöldi nýrra samheitalyfja sem bætir val sjúklinga á lyfjum og eykur samkeppni á Íslandi.
Helstu viðskiptavinir Acare ehf eru apótek, sjúkrahús og aðrar heilbrigðisstofnanir. Markmið Acare ehf er að bjóða viðskiptavinum sínum ávallt hágæða samheitalyf á samkeppnishæfum verðum.